Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Sunneva kann að sjóða vatn.


Svona sýður Sunneva vatn Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar


Áhrifadávaldurinn Sunneva Einars er fáránlega vinsæl á samfélagsmiðlum og þá helst sökum þess hversu liðtæk hún er í eldhúsinu.

Það er einstaklega gaman að fylgja Sunnevu á Instagram þar sem hún deilir oft freistandi uppskriftum með fylgjendum sínum, eins og í gær þegar hún sagði frá því hvernig hún sýður vatn.

„Skemmtilega spurningin mín sem ég fæ oft er svona: Hvernig sýðurðu vatnið þitt?

Svarið mitt er svona: Fyrst fer ég úr flestum fötunum mínum af því að það mikilvægasta við alla eldamennsku er að taka selfís og setja á Instagram. 

Svo set ég tæmer í gang og þegar ég er búin að taka nokkrar myndir þá er vatnið bara alveg soðið í gegn og þá er hægt að kæla það í köldum kæliskáp og sjóða það aftur seinna. BÆBÆ!“

DV


Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu