Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Ragnar er miður sín yfir því hvernig hann sólundaði atkvæði sínu


Kaus óvart Framsóknarflokkinn Hélt að B stæði fyrir Bjarta framtíð


Ragnar Róbertsson varð fyrir þeirri erfiðu lífsreynslu í morgun að kjósa óvart Framsóknarflokkinn. Ragnar, sem hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan hann man eftir sér, hafði ákveðið að nútíma- og hipstervæða sjálfan sig og skoðanir sínar, og kjósa Bjarta framtíð.

„Mér finnst vanta meiri jákvæðni og bjartsýni í samfélagið“, útskýrir Ragnar.

„Og svo fannst mér mjög spennandi að breyta klukkunni og syngja saman og þannig“, bætir hann við.

„Mér datt ekki annað í hug en að B stæði fyrir Bjarta framtíð. Maður hefði haldið að Framsóknarflokkurinn væri með F. Þetta er allt óskaplega samhengislaust og eiginlega bara fáránlegt sko!“

Ragnar segir mikla skömm fylgja því að hafa kosið Framsóknarflokkinn. Jafnvel þó það hafi verið algjörlega óvart.

„Þetta mun fylgja manni alla ævi“, segir Ragnar, niðurlútur og skömmustulegur á svip.

„Ég brest bara í grát þegar ég hugsa um afleiðingarnar sem þetta atkvæði gæti haft í för með sér. Ég vil bara hvetja alla til þess að kjósa ekki. Hættan á að kjósa vitlaust er alltaf fyrir hendi, og það er bara ekki þess virði að taka svona sénsa með lýðræðið“.


„Löggulíf“

Er orðinn leiður á að láta blekkja sigRagnar Róbertsson var dæmigerður kjósandi. Hann fylgdist lítið sem ekkert með stjórnmálum, skildi tæplega muninn á hægri og vinstri, og kaus alltaf Sjálfstæðisflokkinn. (Nema í fyrra þegar hann ætlaði að kjósa Bjarta framtíð og kaus þess vegna óvart Framsókn).

Gys.is fékk Ragnar í innilegt og einlægt helgarviðtal á þessum fallega miðvikudegi, þar sem hann ræðir á opinskáan hátt um líf sitt og nýja sýn hans á það, eftir að hann reif höfuðið upp úr sandinum, og opnaði augun. Augu sem aldrei höfðu reynt að sjá sannleikann, sem þó er alltumlykjandi.

Fara efst á síðu