Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Sigga-Sól bíður enn eftir nýju stjórnarskránni. En er alveg að gefast upp á biðinni.


Íhugar að hætta að bíða eftir nýju stjórnarskránni Alveg við það að gefast upp á biðinni


Sigríður Sóley Sigursteinsdóttir, eða Sigga-Sól eins og hún er jafnan kölluð, segist vera orðin svo þreytt á því að bíða eftir nýju stjórnarskránni að hún íhugi alvarlega að hætta því. Alfarið eða í það minnsta að hluta til.

Nú sé tímabært að snúa sér að einhverju öðru, eins og að bíða eftir fjórða orkupakkanum eða næsta sigri Stoke City.


Sigga-Sól segir að hún hafi farið og kosið um nýja stjórnarskrá fyrir sjö árum síðan. Að því loknu hafi hún farið út í garð með kaffibolla, tekið Pjakk sinn með sér og sest niður til að bíða eftir því að nýja stjórnarskráin tæki gildi.

Enda var hún samþykkt með miklum meirihluta atkvæða, alveg sama hvað Birgir Ármannsson segir.

Þar situr hún enn og bíður, en nennir því ekki mikið lengur að eigin sögn.

Kátt varð á hinu háæruverðuga Alþingi þegar þar fréttist af þolinmæði og þrautseigju Siggu-Sólar og mikið hlegið og hent að henni gaman.

Alþingismönnum virtist finnast það ótrúlega fyndið að einhver kona úti í bæ hefði í alvörunni trúað því að þjóðin fengi einhverju ráðið um grunnlög landsins.

Enda er núverandi stjórnarmeirihluti fyrst og fremst myndaður til að stuðla að sem mestri stöðnun og koma í veg fyrir breytingar.

Ef lesendur á höfuðborgarsvæðinu leggja við hlustir geta þeir örugglega enn greint hlátrasköllin, selaópin og sauðajarmið sem berst frá þinginu þar sem allir keppast við að gera gys að Siggu-Sól.


xB 2014


Fara efst á síðu