Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Jón Kári íhugar að skrifa sjálfur undir, en er samt ekki alveg viss hvort þess þurfi.


Safnar undirskriftum í frístundum Veit ekki alveg til hvers


Jón Kári Jónsson, formaður, ritari og gjaldkeri „Sjálfstæðismannafélagsins í Mávahlíð 34“, hefur undanfarna mánuði einbeitt sér að því þarfa verkefni að safna undirskriftum á meðal sjálfstæðismanna gegn þriðja orkupakkanum.

Jón Kári vill alls ekki gefa neitt uppi um hversu mörgum undirskriftum hann hefur safnað, en segir þó að þær séu örugglega fleiri en þrjár en samt mögulega færri en fjórar.


Að hans sögn er mikil andstaða gegn þriðja orkupakkanum á meðal flokksmanna. Svo mikil að sumir þeirra íhugi jafnvel alvarlega og af fullri alvöru að skrifa nafn sitt á undirskriftalista hans.

Hann segir þó að undirskriftalistinn sé í raun alveg laus við allan tilgang og því eiginlega alveg tilgangslaus, því Bjarni Benediktsson hafi margoft marglýst því yfir að hann hlusti ekki á neinn nema sjálfan sig. Og þegar hann hlusti á sjálfan sig, þá taki hann samt ekkert mark á sér.

Hins vegar segist Jón Kári ennþá hafa gaman að því að safna undirskriftum og ætli þess vegna að halda því áfram. 

En samt ekki að eilífu. Hann segir að lokatakmark söfnunarinnar sé u.þ.b. fimm undirskriftir.

Nái hann því takmarki einhvern tímann muni hann ramma listann inn og þramma svo með hann í eigin persónu til formannsins og lesa upp nöfn undirskrifenda hátt og skýrt. 

Þó hafi hann kannski ekki þol í að lesa þau öll, svo hann íhugar að lesa aðeins upp þrjú eða fjögur fyrstu nöfnin.

RÚV


xB 2014


Fara efst á síðu