Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Emmsjé Gauti er sá eini af jólatónleikahöldurunum Sem Ragnar þolir yfir höfuð.


Farinn að kvíða öllum jólatónleikunum En þorir ekki að segja konunni frá því


Ragnar Róbertsson segist vera kominn með alvarlegan og uppáþrengjandi kvíðahnút í magann. Framundan eru nefnilega jólatónleikar, og mikið af þeim.

Hann segist rétt svo vera að jafna sig eftir törnina í fyrra, en þá dró kona hans hann á 15 jólatónleika.


„Eftir áramótin þá var ég bara alveg örmagna. Ég þurfti að leita mér aðstoðar, og endaði á því að leggjast inn á Heilsubælið í Gervahverfi í 6 vikur. Í rauninni var ég ekki búinn að jafna mig fyrr en í lok ágúst. Og viti menn, þá fór ég einmitt að taka eftir fyrstu jólatónleikaauglýsingunum í ár.“

Ragnar segist hafa fylgst með af hryllingi síðustu vikur, þegar kona hans hefur keypt miða á hverja tónleikana á fætur öðrum.

Honum telst til að hún sé nú þegar komin með miða fyrir þau hjónin á hvorki fleiri né færri en 40 tónleika!

Í ár eru það Eivör, Sigga Beinteins, Baggalútur, Jólagestir Björgvins, Páll Óskar og Monika, Sigríður Thorlacius og Valdimar, Ilmur af jólum, Jólastund með Gretu Salóme, Stebbi Hilmars, Jól með Sissel, Jólatónleikar Borgardætra, Guðrún Árný, Ljótu hálfvitarnir, Leppalúðar, Kristján Jóhannsson, Gói og Stórsveit Reykjavíkur, Friðrik Ómar & félagar, Kór Langholtskirkju, Sinfóníuhljómsveitin, Stebbi Jak & Andri Ívars, Kristjana Stefáns, Ragga Gröndal & Svavar Knútur, Sönghópur Suðurnesja, Hýr jól, Hljómsveitin Eva, Jólastress 2017, Jól í Tjaldkirkjunni, Hátíð með Hildu Örvars, Jólablús, Jólin koma, Sígild Jól, Jólastuð, Jólatónleikar Hljómfélagsins, Sigga Eyrún, Sigríður Thorlacius & Sigurður Guðmundsson, Eyþór Ingi, Julevenner Emmsjé Gauta, Jól með Jóhönnu, og síðast en ekki síst Hnallþórujól með Björgvin Franz og Esther.

Ragnar segist ekki treysta sér til að skýra eiginkonu sinni frá kvíða sínum, af ótta við að hún bregðist illa við.

„En ég verða að viðurkenna að ég hef ímugust á öllum þessum tónleikum. Þetta er sama helvítis þvælan, ár eftir ár. Fokdýrt, og alveg viðbjóðslega leiðinlegt. Nema auðvitað Emmsjé Gauti. Hann spilar nefnilega enga tónlist. Í rauninni er það sem unga fólkið kallar rapp bara svona spjall. Það minnir mig á þegar bændurnir voru að kveðast á í gamla daga.“


Herrann í Hádegismóum...

Telur Miðflokksmenn talsvert undir meðalgreindPálmi Gestsson sem tók þátt í rannsókn Attenborough á Miðflokknum segir niðurstöðu rannsóknarinnar í senn sláandi og afgerandi.

Miðflokksmenn séu augljóslega langt undir meðalgreind, en kjósendur þeirra þó enn vitlausari.

Fara efst á síðu