Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Staðfastur stöðugleiki einkennir loforðalista Framsóknar, eða þannig.


Loforðalisti Framsóknar kynntur við hátíðlega athöfn Jafnvel enn glæsilegri en síðast.


Glænýtt og glæsilegt forystupar Framsóknarflokksins kynnti enn glæsilegri kosningaloforðalista á blaðamannafundi í gær.

Eins og Framsóknarflokknum sæmir er loforðalistinn langur og minnir einna helst á hádegishlaðborð, því allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.


Aldraðir eiga að fá nýjar tennur, fleiri ruggustóla, og feitt kjöt eins og þeir geta í sig látið. Að auki mun RÚV sýna svarthvítar bíómyndir í massavís, allar textaðar á fornri íslensku.

Ungt fólk fær ókeypis húsnæði og námslán, fríar spjaldtölvur og niðurgreidd námskeið í sauðfjárrúningi. Allir sem vilja, og fleiri til, fá svo vel launað draumastarf í nýrri og framúrstefnulegri áburðarverksmiðju.

Rósrauð ský verða innleidd um allt land. Þau munu koma í stað hefðbundinna samgangna, og geta landsmenn svifið á þeim hvert sem þeir vilja, svo lengi sem þeir vilja fara til Skagafjarðar.


Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu