Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Dæmigert barn


Eins árs börn allt of dýr í rekstri Og hálfgerðir óvitar að auki


Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur komist að þeirri niðurstöðu að eins árs börn, sem og yngri, séu almennt til stórkostlegra leiðinda.

Í skýrslu starfshópsins segir m.a. að „börnin leggi lítið af mörkum til samfélagsins. Þvert á móti þá kosti þau skattgreiðendur gríðarlegt fé. Þau troði fram eigin skoðunum hvar og hvenær sem er, þrátt fyrir að meining þeirra sé oft á tíðum mjög óskýr.

Þau virðast mjög sjálfhverf, taka lítið tillit til annarra, og ofmeta eigin getu stórlega. Þegar þeim mislíkar eitthvað, þá orga þau og öskra. Svo þurfa þau meira að segja að ganga með bleiu sökum aldurs“.

Þrátt fyrir að allt þetta megi auðveldlega heimfæra á ýmsa þjóðþekkta Íslendinga, svo sem forsetann sjálfan, þá virðist það ekki hafa nein áhrif á niðurstöðu starfshópsins.

Hún er sú, að rétt sé að verðandi mæður gangi lengur með börn sín, helst fram að fermingu.

Þá lokst geti þau farið að vinna fyrir sér og borga skatta, vexti, og sóknargjöld.

RÚV


Eldhúsdagsdansinn

Íhuga að breyta gangi klukkunnarRíkisstjórn Íslands íhugar nú bæði í gríni og af fullri alvöru að breyta gangi klukkunnar. Nokkrar hugmyndir eru uppi á borðinu, hver annarri betri.

Ein hugmyndin er sú að lengja sólarhringinn um eina klukkustund eða svo. Þá hafi fólk meiri tíma til að vinna.

Önnur hugmynd er að stytta sólarhringinn um allt að tólf klukkustundir, svo fólk hafi ekki tíma til neins nema að vinna. Að auki verður þá enginn tími fyrir fólk til þess að kvarta undan ríkisstjórninni.

Fara efst á síðu