Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Pósi pós krakkar!


Er framtíðin svo björt að þú sefur með sólgleraugu? 10 atriði sem benda til þess


Hefur þú gaman að því að pósa? Finnst þér að konur megi alveg heita Jón Sigurðsson? Elskarðu litrík jakkaföt? Ertu búin/n að prófa að kjósa alla flokka, án þess að nokkuð breytist? Þá er Björt framtíð fyrir þig!

Ef að þrjú eða fleiri atriði eiga við þig, þá ber þér siðferðisleg skylda til þess að ganga til liðs við Bjarta framtíð.


10. Þér finnst það tímaskekkja að nöfn séu kynbundin.

9. Þér finnst að það vanti meiri ást og umhyggju í stjórnmálin. Og fleiri íkorna. Miklu fleiri íkorna.

8. Þú ert mjög hlynnt/ur því að auka lýðræði. Nema bara ekki í þínum flokki, því þú þarft að vera örugg/ur með efsta sætið.

7. Þú hefur áður setið á þingi / verið í borgarstjórn fyrir annan flokk. Helst tvo.

6. Uppáhalds frasinn þinn er „freki kallinn“.

5. Þú hefur ægilega gaman að því að pósa. Vilt að allar myndir af þingflokknum líti út eins og vel stílfærðar hljómsveitamyndir.

4. Þú hefur sérstakt dálæti á gulum uppþvottahönskum. Ekki endilega í neinum tengslum við uppvask.

3. Þú telur rétt að allir hefji vinnudaginn á því að „syngja saman“.

2. Þér finnst að í nútímasamfélagi eigi það að vera persónuleg ákvörðun hvers og eins, hvað klukkan er hverju sinni.

1. Þú hefur hingað til kosið Samfylkinguna, en finnst tímabært að hipstervæða sjálfa/n þig.


Tengdar greinar:
Getur verið að barnið mitt sé pírati
10 atriði sem benda til þess að þú sért bæði vinstri og græn/n
10 atriði sem benda til þess að þú sért samfylkingarvera
10 atriði sem benda til þess að þú sért sjálfstæðismaður
10 atriði sem benda til þess að þú sért framsóknarmaður


Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu