Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Þessa mynd mætti hengja upp á heilbrigðisstofnunum sem og heima hjá hjúkrunarfræðingum


Vill greiða hjúkrunarfræðingum með þakklæti Þúsund þakkir ættu að duga


Kristján Þór Júlíusson óheilbrigðisráðherra, sagði í Vikulokunum í Ríkisútvarpinu í gær, að ekki sé svigrúm til að hækka laun hjúkrunarfræðinga.

Hann stakk hins vegar upp á því að í staðinn yrði hjúkrunarfræðingum boðið upp á aukið þakklæti.

„Þakklæti er meinhollt og mannbætandi“, útskýrir ráðherrann. „Ég er t.d. ægilega þakklátur fyrir það hvað ég hef miklu betri laun en hjúkrunarfræðingar, þrátt fyrir að vera minna menntaður“, bætir hann við, og setur upp ótrúlega tilgerðarlegan þakklætissvip.

Kristján lætur ekki sitja við orðin tóm. Hann hefur þegar látið taka mynd af sér þar sem hann myndar þakklætishjarta með höndum sínum. Verði frumvarp hans að lögum, munu hjúkrunarfræðingar fá heimild til að prenta þessa mynd út og hengja upp, bæði heima hjá sér sem og í vinnunni.

Og finna þannig fyrir takmarkalausu þakklæti ráðherrans, í hvert sinn sem þeir líta hana augum.


Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu