Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Stefnan er að hægt verði að birta „íslenskar gæsalappir“ á nýja vefnum fljótlega.


RÚV á hraðri leið til samtímans Leiðir munu skarast um næstu aldamót


RÚV opnaði í dag splunkuglænýjan vef. Vefurinn er drekkhlaðinn tækninýjungum, og segir í fréttatilkynningu að hægt sé að skoða hann með alls kyns nýstárlegum tæknibúnaði, svo sem „borðtölvum, fartölvum, spjaldtölvum og snjallsímum“, hvað sem það svo þýðir á mannamáli.

Einnig er hægt að hlusta á „útvarp“, og horfa á „sjónvarp“, með því að smella á „hnapp“, sem á stendur: „Í beinni“.

Athugasemdir lesenda verða ekki leyfðar á vefnum, enda ekki æskilegt að eigendur fyrirtækisins séu að tjá sig um einstaka fréttir.

Í kjölfarið hefur ýmislegt innan stofnunarinnar verið fært til framtíðar. T.d. eru nú spiluð lög frá tímabilinu 1980 - 1990 í síðdegisútvarpinu, en hingað til hefur tónlist frá 1940 - 1950 verið allsráðandi í þeim þætti.

Talið er að haldi RÚV áfram á sömu braut, muni það ná alla leið til samtímans, strax upp úr næstu aldamótum.


Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu