Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Binni gladdist mjög. Það sama verður ekki sagt um aðra keppendur.


Besti bóksalinn valinn Seldi verðlaunagripinn


Brynjar Brynjólfsson, betur þekktur sem Binni bóksali í Bókabúð Binna, hefur verið valinn bóksali ársins 2014.

Í niðurstöðu valnefndar segir að Binni sé „framúrskarandi bóksali sem geti prangað ótrúlegustu bókum inn á ótrúlegasta fólk“. 

Mörg dæmi eru til um söluhæfileika Binna. Þannig náði hann t.d. að selja Sigmundi Davíð bæði líkamsræktarbók eftir Jane Fonda, og indverska matreiðslubók sem inniheldur einungis uppskriftir fyrir grænmetisætur. Ekki er talið að um jólagjafir hafi verið að ræða.

En hvernig bækur er skemmtilegast að selja Binni?

„Kannski þykkar bækur og þannig. Og líka gular bækur.“

Í verðlaun hlaut Binni bókina „Listin að selja“, eftir Tom Hopkins. Hún mun þó ekki koma honum að miklu gagni, þar sem hann náði á einhvern ótrúlegan hátt að selja formanni dómnefndar bókina, strax að verðlaunaafhendingu lokinni.

Mbl.is


Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu