Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmyndHreint út sagt ömurlegur vinnustaður Útrunnið Prins Póló einu laun starfsfólks


Fyrirtækið Hreint ehf hefur verið útnefnt sem „ömurlegasta fyrirtæki Íslands 2014“.

Fyrirtækið þykir skara fram úr í því að níðast á starfsfólki. 


Engum lögum eða reglum er framfylgt, og talsmönnum verkalýðsfélaga er hreinlega vísað á dyr þegar þeir reyna að koma starfsfólki til hjálpar.

Hreint ehf borgar skelfilega lág laun, greiðir ekki fyrir yfirvinnu, og starfsfólk fær hvorki matar- né kaffitíma. Að auki fær starfsfólkið aldrei frí. Þó stendur því til boða að taka launalaust frí í hálfa klukkustund á aðfangadag.

Ari Þórðarson er framkvæmdastjóri Hreint ehf. Hann vill þó láta kalla sig Hrein Hreinsson.

„Sko, málið er að þetta eru allt Bólverjar“, útskýrir Ari Hreinn.

Meinarðu ekki Pólverjar?

„Þetta eru allt útlendingar allavega. Útlendingar drekka ekki kaffi, svo ekki þurfa þeir kaffitíma. Og þeir skilja ekki íslensku, og kunna ekkert með fé að fara. Þannig að við erum í raun að gera þeim greiða með því að borga þeim sem allra minnst. Ekki viljum við að starfsfólk okkar eyði öllum laununum sínum í vitleysu er það?“, segir Ari Hreinn og brosir breitt, um leið og hann telur peningana sem hann hafði af starfsmönnum sínum.

„Það verða sko alvöru jól í ár!“

RÚV sjá 17:15


„Löggulíf“


Fara efst á síðu