Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Harjit er allur krambúleraður


Kennir öllum um nema sjálfum sér Drakk líka bara tvo bjóra, sem er mjög lítið fyrir meðalstóran FH-ing


FH-ingurinn Harjit Delay, hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki, eftir að hann braut sínar eigin.

Honum tókst með einskærum asnaskap, að falla úr áhorfendastúku á Þórsvelli.


„Ég lenti bara beint á tönnunum mínum“, segir Harjit.

„En ég var ekki mikið fullur. Allir hinir voru rosalega fullir. Þeir drukku alla leiðina norður, á meðan ég svaf bara með dudduna mína. Ég er rosa góður og þægur strákur.“

Harjit kennir öllum mögulegum og ómögulegum um slysið, nema sjálfum sér.

„Handriðið er sleipt, og sætin eru svo rauð að ég blindaðist. Jón Jónsson reyndi að plata mig til að stökkva fram af. Það flaug mávur eða máfur yfir völlinn og gargaði á mig. Steypan á Akureyri er allt of hörð. Ég man ekki klukkan hvað ég á afmæli“, útskýrir Harjit, máli sínu til stuðnings.

Að lokum segir Harjit að hann muni aldrei framar hætta sér út á landsbyggðina. Þar sé greinilega stórhættulegt að vera, og bara spurning um hvenær fleiri slasi sig þar. Jafnvel börn.

Vísir


„Löggulíf“


Fara efst á síðu