Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Pac-Man hefur haft gríðarleg áhrif á þróun kökurita


Alls staðar hagrætt Með því fæst aukin hagræðing


Víða í samfélaginu á sér nú stað mikil hagræðing.

Þannig er t.d. búið að loka flestum bankaútibúum á landinu, enda eiga fæstir landsmenn einhverja peninga til að sýsla með.


Að sama skapi hefur Pósturinn tilkynnt um „hagræðingu á þjónustutengdum ferlum“. Póstur verður ekki lengur borinn út, heldur þarf fólk að sækja bréf og pakka á næsta pósthús.
Fólki verður ekki tilkynnt með neinum hætti ef því berst bréfapóstur, svo nauðsynlegt er að kíkja reglulega í heimsókn á næsta pósthús. Þó er reyndar búið að loka flestum pósthúsum

Sem dæmi um hina miklu hagræðingarkröfu í samfélaginu má einnig nefna glænýja sjónvarpsstöð, isTV.

Útsendingum hennar mun hvorki verða hægt að ná á netinu, né með notkun hefðbundinna sjónvarpstækja. Fólk mun einfaldlega þurfa að mæta í húsnæði stöðvarinnar til að fylgjast með dagskránni.

En hagræðingarkröfur eru ekki bara bundnar við viðskiptalífið.

Í heilbrigðiskerfinu er hægt að fækka sjúklingum mikið, með því að hækka lyf upp úr öllu valdi. Ef sjúklingur hefur ekki efni á lyfjum, þá deyr hann, og þar með hefur sjúklingum fækkað.
Heilbrigðisráðherra réð sér ekki fyrir gleði, þegar þetta var útskýrt fyrir honum, með Powerpoint sýningu og Excel líkönum.

Rithöfundar munu framvegis ekki fá krónu úr bókasafnssjóði höfunda, heldur mun hann renna óskiptur í vasa Sigmundar Davíðs, enda þarfnast eyðibýli hans endurbóta.

Það er meira að segja hagrætt hjá íþróttafélögum. Af þeim sökum verður notkun á Björgólfi Takefusa héðan í frá alfarið bönnuð.


„Löggulíf“


Fara efst á síðu