Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Ragnar er miður sín yfir sjónvarpsdagskránni


Sneri sólarhringnum á hvolf Sofnaði aftur og aftur yfir sjónvarpinu


Ragnar Róbertsson varð fyrir því óláni um helgina að „snúa sólarhringnum á hvolf“.

Það leiddi til þess að Ragnar átti erfitt með að vakna í morgun. Hann gleymdi að taka lýsi, og þurfti að skerða sturtu- og líkamssnyrtingartíma sinn um 73%, og varð næstum því of seinn til vinnu.


Ragnar er að vonum miður sín.

En hvernig stendur á því að rúmlega miðaldra íslenskur karlmaður snýr sólarhringnum á hvolf?

„Það er íslenskri sjónvarpsdagskrá að kenna!“, útskýrir Ragnar.

„Ég kom mér vel fyrir í sófanum á laugardagsmorgni, og ætlaði aldeilis að eiga notalega sjónvarpshelgi.

Dagurinn byrjaði líka vel. Múmínálfarnir voru í morgunsjónvarpinu, og ég skemmti mér konunglega. En svo skipti ég yfir á þessa nýju stöð, Miklagarð - markaðinn við Sund. Hún reyndist þá vera svo óendanlega leiðinleg, að ég sofnaði nánast samstundis!“

Og það hefur verið þá sem hörmungarnar hófust?

„Já, en þeim var hvergi nærri lokið. Því ég steinsofnaði svo aftur daginn eftir, yfir viðtalinu við Hönnu Birnu!“

En hvað er þá til ráða, ef íslensk sjónvarpsdagskrá er svona hrikalega leiðinleg?

„Tja, maður gæti náttúrulega slökkt á sjónvarpinu. En þá hefur maður ekkert að ræða við vinnufélagana. Ætli maður verði ekki bara að drekka nógu mikið kaffi og taka vítamín eða rítalín.


En kannski væri bara einfaldara að þáttastjórnendur fengju sér kaffi og rítalín kokteil fyrir útsendingu? Þá yrði vonandi loksins eitthvað lífsmark með þeim?!“


xB 2014


Fara efst á síðu