Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Fréttir Myndir Gullkorn Gyssurar Þjóðargersemi Sigm Und-ur Ýmislegt Könnunin Fréttabréf Samband
Loka valmynd

Svona leit Einar út eftir að hafa hlustað á stjórnmálafræðing í u.þ.b. 20 sekúndur!


Með heiftarlegt ofnæmi fyrir stjórnmálafræðingum Og ýmiskonar kjaftavaðli


„Þetta er í sjálfu sér bæði fjölbreytt og flókið ofnæmi“, segir Einar Steingrímsson, sem þurfti að flýja land um tíma, þar sem læknar stóðu ráðalausir gagnvart ofnæmi hans.

Einar hefur heiftarlegt ofnæmi fyrir kjaftavaðli. Það lýsir sér þannig að fyrst kemur fram roði í húð ásamt pirringi og kláða, en ef kjaftavaðallinn er langvarandi, þá er hætta á öndunarörðugleikum, óhóflegri svitamyndun og jafnvel brjálæðisköstum.

Í tilfelli Einars tengist ofnæmið sérstaklega stjórnmálafræðingum, en einnig er algengt að fólk þjáist af svipuðu óþoli gagnvart prestum, stjórnmálaleiðtogum og spjallþáttastjórnendum.

„Hjá mér verða einkennin sérstaklega slæm ef ég heyri stjórnmálafræðinga túlka niðurstöður kannana“, útskýrir Einar.

„Ég þarf helst að fá adrenalínsprautu beint í hjartað ef ég lendi í slíkum aðstæðum! Ég þrútna allur út, verð alveg eldrauður í framan, og líður almennt eins og ég sé kominn að því að springa!“

Gys.is hafði samband við ónefndan stjórnmálafræðing, og fékk hann til að útskýra yfirvofandi samfélagsbreytingar á næstu misserum.
Einar var viðstaddur, enda vildum við sjá ofnæmisviðbrögð hans með eigin augum.


Stjórnmálafræðingur: „Breytingar hafa oft í för með sér breytingar, og því verður samfélagið mögulega aðeins öðruvísi en það var fyrir breytingar. En hlutirnir breytast oft hægt, og sumt breytist því ekki, nema ef það breytist, en þá verður það líka öðruvísi en það var, en samt mögulega eins og það var, áður en það varð eins og það var, fyrir breytingar.“


[Hér þurfti blaðamaður að stöðva útskýringar stjórnmálafræðingsins og sprauta Einar með adrenalíni.]

Einar virtist jafna sig furðu fljótt, en hefur verið settur í algjört fjölmiðla- og stjórnmálafræðingabann, þangað til hann hefur náð innri ró og eðlilegri húðlit.


Herrann í Hádegismóum...


Fara efst á síðu